Handbolti

Þvílík byrjun á handboltavetrinum hjá Arnóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, faðmar bróður sinn Aron Einar landsliðsfyrirliða.
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, faðmar bróður sinn Aron Einar landsliðsfyrirliða. Vísir/Vilhelm
Íslenski landsliðshornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins með í þýsku bundesligunni í handbolta.

Arnór er eini leikmaðurinn í þýsku deildinni sem hefur komist í úrvalsliðið í fyrstu tveimur umferðunum.

Arnór og félagar í Bergischer HC eru nýliðar í deildinni eftir að hafa komist aftur upp síðasta vor. Arnór hefur spilað með Bergischer HC frá árinu 2012.

Arnór hefur skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og er strax kominn með sjö marka forystu á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar.

Arnór hefur nýtt öll fimmtán vítin sín í þessum tveimur leikjum sem er mögnuð nýting. Hann hefur síðan skorað 7 mörk úr 13 skotum utan af velli.

Arnór skoraði 13 mörk í fyrsta leiknum og 9 mörk í leik númer tvö. Í bæði skipin var hann valinn í lið umferðarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Lið 2. umferðarinnar er svona:







Lið 1. umferðarinnar leit svona út:










Fleiri fréttir

Sjá meira


×