Innlent

Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika

Jakob Bjarnar skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú óvænt fengið á sitt borð kærumál sem snúa að byggingum í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú óvænt fengið á sitt borð kærumál sem snúa að byggingum í Kaplakrika í Hafnarfirði. visir/vilhelm
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag að leggja það til við forseta Íslands að hann skipi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að fara með tvö kærumál sem varða ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika.

Málið hefur vakið talsverða athygli en Vísir hefur fjallað ítarlega um það. Það snýst um hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar vegna uppbyggingar á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika. Minnihlutinn í bæjarstjórnar Hafnarfjarðar kærði afgreiðsluna til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. Þau vilja meina að stjórnsýslulög hafi verið brotin en Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði, sagði við það tækifæri að umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur hins vegar vísað því á bug að lög hafi verið brotin og segir afgreiðsluna eðlilega.

Þessi kærumál ættu að öllu eðlilegu að heyra undir Sigurð Inga Jóhannsson sem er ráðherra sveitarstjórnarmála en þangað var kærunni vísað upphaflega. En, svo vill til að Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga. RÚV greindi frá þessu í hádeginu. Því leggur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra það nú til við forseta Íslands að hann feli Svandísi að fara yfir málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×