Freyr hættur að þjálfa landsliðið

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari staðfesti í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik að hann væri hættur að þjálfa liðið.
Íslenska liðið er úr leik í baráttunni um HM-sæti og því hefur Freyr ákveðið að stíga til hliðar.
Hann var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og því viðbúið að hann myndi hætta með stelpurnar þegar þessu verkefni lyki.
Freyr tók við liðinu fyrir fimm árum síðan af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Hann kom liðinu einu sinni á EM.
Óljóst er hver tekur við af honum en KSÍ fer væntanlega á fullt í það mál á næstu misserum.
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn
Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki.