Handbolti

Árni Þór mun spila fyrir bróður sinn í Garðabænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Árni Þór Sigtryggson kom heim til Íslands úr atvinnumennskunni síðasta sumar.
Árni Þór Sigtryggson kom heim til Íslands úr atvinnumennskunni síðasta sumar. mynd/aue

Árni Þór Sigtryggsson, sem lék með Haukum í Olís deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa sagt upp störfum hjá Val, skrifaði núna á sjöunda tímanum undir samning við Stjörnuna í Garðabæ.

Hann mun leika með liðinu næstu tvö árin í Olís deildinni.

Árni Þór verður einnig aðstoðarþjálfari liðsins og mun þar standa við hlið bróðurs síns, Rúnars Sigtryggssonar, sem er þjálfari Stjörnunnar.

Rúnar stýrði Árna einnig á sínum tíma hjá Aue í Þýskalandi og á Akureyri þegar að félögin þar voru sameinuð á sínum tíma.

Stjarnan endaði í sjöunda sæti í Olís deildinni á síðasta tímabili og tapaði fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitunum.

Keppni í Olís deildinni hefst að nýju um helgina, Stjarnan leikur sinn fyrsta leik gegn Aftureldingu á heimavelli sunnudaginn 9. september. Seinni bylgjan hitar upp fyrir komandi tímabil í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.