Innlent

Ekki sátt um þjóðarsjóð

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Fréttablaðið/ERNIR
Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom til greina að þingmál um stofnun sjóðsins yrði flutt á hátíðarfundi Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í júlí. Ekki mun hafa náðst samstaða um málið meðal þingflokka.

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að frumvarpið fari í samráðsferli áður en það verður lagt fram á Alþingi.




Tengdar fréttir

Ráðherra saknar virkrar samkeppni í raforkusölu

Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis.

Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×