Sport

Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal fagnar sigri.
Rafael Nadal fagnar sigri. Vísir/Getty
Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma.

Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.





Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5).

Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn.

„Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.





Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.

Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra.

Rafael Nadal mætir Argentínumanninum  í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner.

Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×