Landsliðsmarkvörður spilar mögulega með hjálm í þýsku deildinni

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að hefja sitt fyrsta tímabil í þýsku deildinni en það byrjaði ekki vel.
Aron Rafn fékk skot í höfuðið af um eins metra færi í æfingaleik með HSV Hamurg á móti Vardar. Aron Rafn fékk heilahristing og gat hvorki æft né spilað í fjórar vikur. Hann segist þó vera að koma til.
„Fyrstu tvær vikurnar á eftir voru algjört helvíti með hausverk, svima og ógleði,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag.
Aron Rafn sagði við Ívar að það hafi komið til umræðu í samtali við lækni að hann æfi eða jafnvel spili leikina með höfuðhjálm eða svampband til að verja höfuðið þegar fram í sækir.
Aron Rafn mun þá mögulega spila með svipaðan hjálm og Petr Cech, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Cech hefur spilað með slíkna hjálm alveg síðan að hann fékk mjög slæmt höfuphögg í leik með Chelsea á móti Reading í október 2006.
„Allir í kringum liðið hafa verið duglegir að aðstoða mig eftir megni. Forráðamenn liðsins gera sér fyllilega grein fyrir hversu alvarlegt þetta er,“ sagði Aron Rafn í umræddu viðtali.
Aron Rafn varð þrefaldur meistari með ÍBV á síðasta tímabili og hefur verið í landsliðinu þegar hann er ekki meiddur.
Vegna þessara meiðsla er óvíst hvort hann verði með í næsta verkefni íslenska landsliðsins sem eru leikir í undankeppni EM 2020 í lok október.
Það er vonandi fyrir Aron Rafn, HSV hamburg og íslenska landsliðið að hann verði þá aftur kominn á fulla ferð.