Handbolti

Andri Heimir semur við Fram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andri Heimir er hér í leik með ÍBV gegn Fram.
Andri Heimir er hér í leik með ÍBV gegn Fram. vísir/valli

Framarar fá fínan liðsstyrk á eftir þegar hinn stóri og stæðilegi Andri Heimir Friðriksson skrifar undir samning við félagið.

Andri Heimir mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á eins árs framlenginguna.

Framarar hafa misst lykilmenn milli tímabila og veitti ekki af liðsstyrknum. Andri Heimir kemur til félagsins frá ÍBV en hann mun samt ekki taka þátt í meistaraleiknum gegn ÍBV á eftir. Andri var einn besti varnarmaður deildarinnar í fyrra og getur leyst flestar stöður fyrir utan. Hann hefur einnig spilað með Haukum.

Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 18.20 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Í kjölfarið fylgir upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.