Íslenski boltinn

Pepsidraumurinn formlega farinn frá Þrótti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viktor Jónsson hefur verið heitur í sumar en náði ekki að skora í kvöld.
Viktor Jónsson hefur verið heitur í sumar en náði ekki að skora í kvöld. vísir/stefán
Þróttur á ekki möguleika á sæti í Pepsi deildinni að ári eftir tap gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld.

Fyrir leikinn, sem er sá fyrsti í 20. umferð, var Leiknir sex stigum frá Selfyssingum í fallsæti. Þrjú lið sitja á milli þeirra; Haukar, Njarðvík og ÍR. Leiknir er því kominn níu stigum frá fallsæti.

Að sama skapi eiga Þróttarar ekki lengur möguleika á sæti í Pepsi deildinni eftir tapið. Þeir eru sjö stigum á eftir HK í öðru sætinu og eiga bara tvo leiki eftir.

Teitur Magnússon kom gestunum úr Laugardalnum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Breiðhyltinga á sjöundu mínútu.

Það var allt jafnt í hálfleik, sigurmarkið gerði Sólon Breki á 74. mínútu leiksins. Þróttur náði ekki að jafna leikinn aftur og lokatölur 2-1 á Leiknisvelli.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×