Lífið

Blondie gerir upp fortíðina á næstu misserum

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Debbie Harry var í góðu stuði á tónleikum fyrr í sumar og hefur engu gleymt. Blondie hefur gefið út fimm plötur síðan sveitin kom aftur saman árið 1997.
Debbie Harry var í góðu stuði á tónleikum fyrr í sumar og hefur engu gleymt. Blondie hefur gefið út fimm plötur síðan sveitin kom aftur saman árið 1997.
Hljómsveitin Blondie fer í mikið uppgjör á fortíðinni á þessu ári og því næsta og von er á tveimur plötum frá þessari fornfrægu popp-pönksveit sem sló í gegn í byrjun níunda áratugarins.

Um er að ræða annars vegar EP-plötu sem kemur út í lok október og hins vegar stærðarinnar „box sett“ sem kemur út á næsta ári með öllu efni sem sveitin tók upp á ferli sínum.

EP-platan sem kemur út í næsta mánuði er ákaflega forvitnileg en á henni verða sex lög sem eru í grunninn öll sama lagið, nefnilega stóri smellur sveitarinnar Heart of Glass.

Lagið fór í gegnum langa fæðingu, um fjögur ára langa, og reyndi hljómsveitin að koma því í alls konar búninga – það var ballaða, reggílag og fleira. Á EP-plötunni verður að finna nokkrar atlögur að laginu: „instrumental“ útgáfu, endurhljóðblöndun eftir DJ Shep Pettibone, útgáfu af því þegar það hét einfaldlega „The Disco Song“ og útgáfu frá 1978 þar sem titillinn á laginu var „Once I Had a Love“. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×