Enski boltinn

Klopp: Erum enn í formi eins og á undirbúningstímabilinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp vísir/getty

Þjóðverjinn Jurgen Klopp segir hans menn í Liverpool enn þá vera í undirbúningstímabils formi þrátt fyrir að hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool, Watford og Chelsea eru einu liðin sem hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrvalsdeildinni. Liverpool lítur mjög vel út og er talinn verða einn helsti keppinautur Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.

„Leikmennirnir eru ekki komnir í sitt besta form, sem er eðlilegt í upphafi tímabilsins,“ sagði Klopp við Daily Mirror.

„Fólk ætti að vita að við eigum eftir að vinna mikið verk. Þetta hljómar ruglað eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leikina en það er enn þá undirbúningstímabil langt fram á haustið.“

Liverpool mætir Tottenham á Wembley eftir landsleikjahléð og mætir svo PSG þremur dögum seinna í Meistaradeild Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.