Innlent

Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson.
Rósa Guðbjartsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson. Fréttablaðið/ERNIR

Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. Fulltrúar minnihlutans telja ákvörðunartökuna og greiðslu fyrstu 100 milljónanna til FH ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög enda gjörningarnir í bága við óbreytta fjárhagsáætlun bæjarins.

Í svörum embættismanna bæjarins hafði verið vísað til undanþága í sveitarstjórnarlögum. Til að beita megi slíkum undanþágum þarf bæjarstjórn hins vegar að hafa sett sérstakar verklagsreglur. Þær hafa ekki verið settar í bænum.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, svaraði fyrirspurnum minnihlutans um lögmæti gerninganna hins vegar allt öðruvísi en embættismennirnir höfðu gert og sagði að það hefði verið skýr pólitísk ákvörðun að beygja af þeirri leið sem fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Meirihlutinn telji að samningurinn við FH veiti bænum heimild til þess. Við þennan rökstuðning sagðist Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vera kjaftstopp og taldi bæjarstjórann hafa gengist við því að farið hafi verið á svig við sveitarstjórnarlög.

Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig að umræðuefni fyrirhuguð afdrif þeirra skulda sem hvíla á húsunum sem stendur til að kaupa af FH og hvernig leigugreiðslum bæjarins til félagsins hefur verið varið frá árinu 2007. Stóðu þessar umræður enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.