Handbolti

Fyrsta félagið í átta ár sem vinnur fjóra titla á sama ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn með alla fjórar bikarana sem þeir hafa unnið á árinu 2018.
Eyjamenn með alla fjórar bikarana sem þeir hafa unnið á árinu 2018. Mynd/Fésbókin/ÍBV Handbolti
Eyjamenn urðu í gær meistarar meistaranna í handboltanum eftir 30-26 sigur á Fram í í Meistarakeppni HSÍ.

ÍBV-liðið vann þrefalt á síðasta tímabili og hefur því unnið fjóra bikara á árinu 2018.

Þrjá af þessum fjórum titlum vann Eyjaliðið með því að leggja Framara að velli en Safamýrarpiltar þurftu að horfa upp á ÍBV vinna bikarinn, deildarmeistaratitilinn og nú meistarakeppnina.

ÍBV er fyrsta karlaliðið í átta ár sem nær að vinna fjóra titla á sama ári eða síðan Haukarnir náðu þessu árið 2010.

Eyjamenn eru líka stoltir af liðinu sínu inn á fésbókarsíðu sinni: „Flottur leikur hjá strákunum í kvöld og er ÍBV nú handhafi allra HSÍ titla sem eru í boði, frábær árangur.“

Titlar karlaliðs ÍBV á árinu 2018:

Bikarmeistari 10. mars 2018 (eftr 35-27 sigur á Fram í bikaúrslitaleiknum)

Deildarmeistari 21. mars 2018 (eftir 34-33 sigur á Fram í lokaumferðini)

Íslandsmeistari 19. maí 2018 (eftir 28-20 sigur á FH í fjórða leik úrslitanna)

Meistari meistaranna 5. september 2018 (eftir 30-26 sigur á Fram)

Flestir titlar á einu ári frá 2009-2018

(Frá því að úrslitakeppnin var tekin aftur upp)

4 - ÍBV 2018

4 - Haukar 2010

3 - Haukar 2016

3 - Haukar 2014

3 - Haukar 2009

2 - Valur 2017

2 - Haukar 2015

2 - ÍBV 2015

2 - Haukar 2013

2 - ÍR 2012

2 - Haukar 2012

2 - HK 2012

2 - FH 2011

2 - Valur 2009


Tengdar fréttir

Umfjöllun: ÍBV-Fram 30-26 | ÍBV er meistari meistaranna

ÍBV vann alla þá titla sem í boði voru á síðasta tímabili. Eyjamenn byrja nýtt tímabil á nýjum titil, þeir eru meistarar meistaranna eftir sigur á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Vestmannaeyjum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×