Handbolti

Landsliðsmaður í handbolta náði hátindi í lífinu þegar hann hitti Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Vísir/Getty
Landsliðshornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur spilað með þýska liðinu Füchse Berlin frá árinu 2015 og hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum.

Bjarki Már Elísson hitti þá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, en Klopp nýtti landsleikjahléið til að kíkja heim til Þýskalands.

Bjarki Már er augljóslega harður stuðningsmaður Liverpool og var ekki lengi að plata þýska stjórann á mynd með sér.

Jürgen Klopp hefur stýrt Liverpool til sigurs í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins sem er besta byrjun félagsins í 28 ár. Bjarki var aðeins nokkra mánaða þegar Liverpool var síðast með tólf stig eftir fjóra leiki (haustið 1990).

Bjarki fæddist 16. maí 1990 en Liverpool tryggði sér sinn síðasta Englandsmeistaratitil með sigri á Queens Park Rangers 28. apríl 1990 eða átján dögum áður en Bjarki fæddist.

Þessi titill Liverpool vorið 1990 var einmitt átjándi Englandsmeistaratitilinn Liverpool

Bjarki skellti myndinni síðan stoltur inn á Twitter-síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan.





Það eru orð Bjarki undir myndinni sem vekja líka talsverða athygli en úr þeim má lesa að Bjarki hafi náð hátindi í lífinu með því að hitta Jürgen Klopp. Bjarki skrifaði undir myndina af þeim félögum: „Lífið fer því miður bara niður á við hér eftir.“

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin hafa tapað tveimur af þremur fyrstu leikjum sínum og Bjarki, sem er þekktur fyrir mikla markaskorun, hefur aðeins skorað 3 mörk samanlagt í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×