Erlent

Kynlíf samkynhneigðra ekki lengur ólöglegt á Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt BBC brutust út mikil fagnaðarlæti fyrir utan dómshúsið þegar úrskurðurinn var kynntur.
Samkvæmt BBC brutust út mikil fagnaðarlæti fyrir utan dómshúsið þegar úrskurðurinn var kynntur. Vísir/EPA
Hæstiréttur Indlands hefur úrskurðað að kynlíf samkynhneigðra verði ekki lengur glæpsamlegt þar í landi. Með því er úrskurði frá 2013 velt úr gildi en hann byggði á 157 ára gömlum lögum frá nýlendutíma Indlands sem sagði kynlíf samkynhneigðra vera „ónáttúrulegan glæp“. Í rauninni fjölluðu lögin um alls konar endaþarms- og munnmök en að mestu voru þau notuð gegn samkynhneigðum.

Hæstiréttur segir nú að mismunun vegna kynhneigðar brjóti gegn grunnréttindum fólks.

Samkvæmt BBC brutust út mikil fagnaðarlæti fyrir utan dómshúsið þegar úrskurðurinn var kynntur.



Í helstu borgum Indlands er almenningsálit á það leið að rétt ákvörðun hafi verið tekin en hins vegar er mikill mótspyrna með trúarleiðtoga og í afskekktum byggðum landsins.

Fimm dómarar komu að ákvörðuninni og voru þeir allir sammála úrskurðinum. Dómarinn Dipak Misra sagði glæpavæðingu kynlífs vera ranga og ekki í takti við stjórnarskrá Indlands. Annar dómari sagði ríkið ekki eiga rétt á því að stjórna einkalífi fólks og það að neita rétti fólks til kynhneigðar sinnar væri eins og að neita fólki um einkalíf.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×