Lífið

Dómararnir börðust við tárin: „Við þurfum fleiri karlmenn eins og þig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaður flutningur hjá Kretterer.
Magnaður flutningur hjá Kretterer.

Simon Cowell hefur hátt í tuttugu ár verið dómari í raunveruleikaþáttum um heim allan. Hann hefur þá ímynd að vera nokkuð harður í horn að taka og sýnir mjög sjaldan tilfinningar sínar í sjónvarpinu.

Á dögunum kom söngvarinn Michael Ketterer fram í undanúrslitum í America´s Got Talent en hann vakti fyrst athygli í þáttunum þegar hann  mætti með börnin sín sex í áheyrnaprufu og fékk hann gullhnappinn fræga. Ketterer á sex börn með eiginkonu sinni og koma þau öll úr fósturbarnakerfinu í Bandaríkjunum.

Ketterer flutti lagið US eftir James Bay og vakti flutningurinn gríðarlega athygli og snerti lagið greinilega við Cowell sem barðist við tárin þegar hann talaði við söngvarann eftir flutninginn.

Mel B átti einnig í vandræðum með sínar tilfinningar þegar hún ræddi við Kretterer en hér að neðan má sjá atriðið og viðbrögð dómaranna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.