Enski boltinn

Pogba: Hver veit hvað gerist í framtíðinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hugur Pogba virðist farinn að reika frá Manchester.
Hugur Pogba virðist farinn að reika frá Manchester. vísir/getty
Paul Pogba, miðjumaður Man. Utd, heldur áfram að gefa sögusögnum um mögulega brottför hans frá Manchester undir fótinn.

Framtíð hans hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðan í sumar er hann var orðaður við Barcelona og Börsungar eru sagðir hafa gert tilboð í hann.

Pogba er í viðtali við Sky í Þýskalandi og þar nýtti hann ekki tækifærið til þess að lýsa því yfir að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Manchester.

„Framtíð mín í dag er í Manchester. Ég er enn með samning en hver veit hvað gerist í nánustu framtíð,“ sagði Pogba en þessi nýjustu ummæli hans hafa ekki farið vel ofan í stuðningsmenn United.

Hermt er að samband hans við Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, sé ekki gott. Það virðist að minnsta kosti ekki vera mjög persónulegt.

„Okkar samband er samband leikmanns og þjálfara. Ekkert meira. Ég mun alltaf gefa 100 prósent. Sama hver þjálfar mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×