Erlent

Burt Reynolds er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Burt Reynolds hlaut Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Boogie Nights.
Burt Reynolds hlaut Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Boogie Nights. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Burt Reynolds er látinn, 82 ára að aldri. Samkvæmt heimildum Us Weekly fékk leikarinn hjartaáfall á sjúkrahúsi í Flórída fyrr í dag og andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar.

Reynolds, sem skartaði oft yfirvaraskeggi, sló í gegn í sjónvarpsþáttum á borð við Gunsmoke og Dan August og svo í kvikmyndinni Deliverance frá árinu 1972.

Hann fór með hlutverk í nærri tvö hundruð kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, en á meðal þekktra kvikmynda leikarans má nefna The Longest Yard frá árinu 1974, Smokey and the Bandit frá 1977 og Boogie Nights frá árinu 2000.

Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Boogie Nights.

Reynolds lætur eftir sig einn son, Quinton.

Burt Reynolds og Ronny Cox í kvikmyndinni Deliverance frá árinu 1972.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×