Innlent

Fimmtán ára í ballettnám til San Francisco

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar

Þorbjörg Jónasdóttir, fimmtán ára ballettnemi, fékk nýverið inngöngu í virtan ballettskóla í bandarísku borginni San Francisco. Hún er full tilhlökkunar en segir örla á smá stressi að vera svona langt frá foreldrum sínum í langan tíma.

Þorbjörg hefur æft ballett síðan hún fjögurra ára og segir lífið í raun alltaf hafa snúist um dansinn. Hún ætlar sér langt og draumurinn er að komast inn í góðan dansflokk.

Þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára þá er hún nú þegar komin skrefi nær draumnum og flytur út til San Francisco í vikunni til að hefja ballettnám þar. „Síðastliðið sumar var ég á námskeiði þar, ég fyllti út umsókn, kennarar og aðrir skólastjórnendur fóru þá að fylgjast með mér. Síðasta daginn á námskeiðinu buðu þeir mér skólavist,” segir hún að vonum glöð með skólavistina.

Foreldrar Þorbjargar fóru þá leið að finna fjölskyldu fyrir hana að búa hjá úti í gegnum Íslendingafélagið þar í borg. Hún segir skrefið auðveldara vitandi að hún þurfi ekki að búa ein. „Ég er mjög spennt en einnig stressuð af því ég hef aldrei verið svona lengi frá foreldrum mínum,” segir hún. 

Hvað hlakkar þú mest til?

„Bara að vera í þessum skóla og prófa að æfa þar. Það er virt fólk að kenna manni og ég held að þetta verði mjög ánægjulegt,” segir hún að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.