Innlent

Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim.
Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Mynd/kokkalandsliðið

Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax.

Frá þessu greina umræddir kokkar á Facebook síðum sínum. Segjast þeir sem kokkalandsliðsmenn og kokkalandslið mótmæla ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands.

„Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu.“

Undir þessa yfirlýsingu rita eftirfarandi:

Garðar Kári Garðarsson Kokkalandsliðsmaður 2011-2018
Ylfa Helgadóttir  Kokkalandsliðsmaður 2013-2018
Snædis Xyza Mae Jónsdóttir  Kokkalandsliðsmaður 2017-2018
Kara Guðmundsdóttir  Kokkalandsliðsmaður 2017-2018
Snorri Victor Gylfason  Kokkalandsliðsmaður 2017-2018
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir  Kokkalandsliðsmaður 2017-2018
Ari Þór Gunnarsson Kokkalandsliðsmaður 2014 - 2018
Georg Arnar Halldorson Kokkalandsliðsmaður 2015-2018
Viktor Örn Andrésson  Kokkalandsliðsmaður 2010 -2018
Sigurjón Bragi Geirsson  Kokkalandsliðsmaður 2017-2018
Jóhannes Steinn Jóhannesson Kokkalandsliðsmaður 2008-2018
Þorsteinn Geir Kristinsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018“

Fyrr í kvöld greindi meistarakokkurinn Sturla Birgisson frá því að hann hefði sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna umrædds samnings. Lýsti hann samningnum sem verstu uppákomuna í sögu klubbsins.

Haldið var hóf í tilefni samstarfs Arnarlax og Kokkalandsliðsins í Hörpu í gær. Að neðan má sjá myndir frá hófinu.


Tengdar fréttir

Hörkupartý í Hörpunni

Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.