Erlent

Tuttugu til rannsóknar vegna hruns Morandibrúarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Morandi-brúin, sem var hluti hraðbrautar í Genúa, hrundi þann 14. ágúst síðastliðinn og fórust þar 43 manns.
Morandi-brúin, sem var hluti hraðbrautar í Genúa, hrundi þann 14. ágúst síðastliðinn og fórust þar 43 manns. Vísir/Getty
Francesco Cozzi, saksóknari í Genúa á Ítalíu, segir að tuttugu manns séu nú til rannsóknar vegna brúarinnar sem hrundi í borginni í sumar.

Morandi-brúin, sem var hluti hraðbrautar í Genúa, hrundi þann 14. ágúst síðastliðinn og fórust þar 43 manns.

Cozzi segist ekki vilja tilgreina að svo stöddu þá sem séu til rannsóknar þar sem fyrst verði að upplýsa viðkomandi um að verið sé að rannsaka þátt þeirra í málinu.

Í frétt SVT kemur fram að heimildir innan réttarkerfisins segi háttsetta starfsmenn fyrirtækisins Autostrade sem sá um viðhald brúarinnar vera á lista yfir þá sem eru til rannsóknar. Einnig sé verið að rannsaka sjálft fyrirtækið.

Þá herma heimildir jafnframt að háttsettir embættismenn innan ráðuneytis innviða Ítalíu séu einnig til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Lýsir yfir neyðarástandi eftir brúarhrunið

Forsætisráðherra Ítalíu hefur lýst yfir tólf mánaða neyðarástandi í Liguria-héraði í kjölfar þess 39 manns hið minnsta fórust þegar brú hrundi í borginni Genúa.

Minnst 30 látnir í Genúa

Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×