Viðskipti innlent

Anna Björk leiðir nýtt svið Advania

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Anna Björk Bjarnadóttir mun stýra nýju sviði hjá Advania.
Anna Björk Bjarnadóttir mun stýra nýju sviði hjá Advania. Aðsend
Anna Björk Bjarnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Anna muni mun stýra sókn Advania „í ráðgjöf til viðskiptavina um stafræna umbreytingu.“

Meðfram ráðningu Önnu Bjarkar mun Advania byggja upp nýtt svið innan fyrirtækisins þar sem munu starfa rúmlega hundrað manns. Í tilkynningunni segir að áhersla sviðsins verði lögð á ráðgjöf á sviði „stafrænnar stefnu ásamt þróun og þjónustu hinna ýmsu sérlausna Advania.“

Skipulagsbreytingarnar eru sagðar tilkomnar vegna „sívaxandi eftirspurnar“ eftir ráðgjöf um hinar öru tæknibreytingar sem eru að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins.

Anna Björk hefur undanfarin ár starfað fyrir ráðgjafafyrirtækið Expectus og þar áður fyrir Capacent, Símann ásamt því að stýra þjónustusviði TeleDanmark í Noregi. Þá hefur Anna setið í stjórn Viðskiptaráðs, Sensa og Festi.

Í tilkynningunni segia Anna vera spennt fyrir nýja starfinu. „Ég hef lengi haft ástríðu fyrir stafrænni stefnumótun og þeim tækifærum sem felast í þróuninni fyrir íslenskt viðskiptalíf. Ég er sannfærð um að Advania hefur alla burði til vera í fararbroddi á þeim vettvangi,“ segir Anna Björk.

Hún mun taka sæti í framkvæmdastjórn Advania, sem nú er skipuð þeim Evu Sóley Guðbjörnsdóttur, Sigrúnu Ámundadóttur, Sigurði Sæberg Þorsteinssyni, Kristni Eirikssyni, fyrrnefndri Önnu Björk og forstjóranum Ægi Má Þórissyni.


Tengdar fréttir

Advania kaupir Wise

Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×