Bíó og sjónvarp

Jóhannes Haukur mættur til Óslóar á vegum HBO en Netflix gengur fyrir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í útlöndum að undanförnu.
Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í útlöndum að undanförnu. Vísir/vilhelm
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannsson er nú kominn til Óslóar í Noregi þar sem hann mun leika í þáttaröðinni Fremvandrerne, sem framleidd er af HBO Nordic. Um er að ræða eina umfangsmestu sjónvarpsframleiðslu Norðmanna frá upphafi. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir mun einnig fara með hlutverk í þáttunum.

„Maður leikur norðmann í einni Netflix seríu og viti menn. Skandinavíski markaðurinn opnast med det samme!“ skrifar Jóhannes Haukur í færslu á Facebook-síðu sinni, og greinir jafnframt frá því að hann muni leika í umræddri þáttaröð.

„Takk Árni hjá CAI fyrir loka dílnum við HBO Nordic (í samstarfi við Netflix en þeir eiga víst allskyns forgang á manni núna). Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig,“ bætir Jóhannes Haukur við. Hann þakkar þar framleiðandanum Árna Birni Helgasyni fyrir umræddan samning.

Jóhannes Haukur sagði í samtali við RÚV í dag að hann og Ágústa Eva færu með hlutverk víkinga í Fremvandrerne. Þau birtist skyndilega í Noregi nútímans og í kjölfarið komi í ljós að þau séu tímaflakkarar.

Jóhannes Haukur lék Norðmanninn Steinar í sjónvarpsþáttunum The Innocents úr smiðju Netflix, sem gerast einnig í Noregi. Hann ætti því að vera kunnugur staðarháttum nú þegar tökur á Fremvandrerne eru hafnar.


Tengdar fréttir

Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot

Tilkynnt var fyrir helgi að Jóhannes Haukur Jóhannesson hefði verið valinn til að leika í risamynd Sony um Bloodshot. Upptökur hefjast síðar í júlí og taka rúman mánuð. Hann er nú í Suður-Afríku.

Vin Diesel hrósaði Jóhannesi Hauki ítrekað

"Þetta byrjaði allt haustið 2014, þá fékk ég símtal frá bandaríska umboðsmanninum sem ég var búinn að hafa í fjögur ár. Hann hringir í mig og spyr mig hvort ég komist til Marokkó eftir fjórar vikur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×