Lífið

Cosby Show leikarinn fékk tilboð um að snúa aftur á skjáinn

Andri Eysteinsson skrifar
Til vinstri má sjá a mynd af Owens við störf afgreiðslustörf í verslun keðjunnar Trader Joe's í New Jersey í Bandaríkjunum. Til hægri má sjá Owens er hann var á hátindi Cosby-ferilsins á níunda áratugnum.
Til vinstri má sjá a mynd af Owens við störf afgreiðslustörf í verslun keðjunnar Trader Joe's í New Jersey í Bandaríkjunum. Til hægri má sjá Owens er hann var á hátindi Cosby-ferilsins á níunda áratugnum. Mynd/Samsett

The Cosby Show leikarinn Geoffrey Owens sem komst í fréttirnar í vikunni eftir að hann var myndaður við afgreiðslustörf í verslun Trader Joes í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur nú verið boðið starf á hvíta tjaldinu.

Owens sem varð fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum á dögunum eftir að mynd af honum við störf á kassa hafði fengið stuðning víða úr skemmtanageiranum og nú hefur leikarinn, handritshöfundurinn, leikstjórinn og framleiðandinn Tyler Perry boðið Owens hlutverk í þáttaröð sinni The Haves and the Have Nots sem byggt er á samnefndu leikriti Perry frá árinu 2011.

Perry greindi frá þessu á Twitter síðu sinni. Þar segist Perry bera mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur milli leiklistarstarfa og bauð honum að starfa með sér í þáttaröðinni sem hann segir vera aðal dramaseríuna á sjónvarpsstöð Opruh WinfreyOWN(Oprah Winfrey Network).

Owens er 57 ára og fór, með hlutverk eiginmanns Söndru Huxtable, elstu dóttur Huxtable-hjónanna í síðustu fimm þáttaröðum hinna geysivinsælu The Cosby Show.

Hann hefur síðan farið með hlutverk í þáttum á borð við Law & Order og Its Always Funny in Philadelphia. Þá hefur Owens einnig farið með hlutverk á sviði, kennt leiklist og unnið sem leikstjóri síðan hann lagði Cosby-skóna á hilluna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×