Íslenski boltinn

Selfoss í erfiðum málum eftir tap á Akureyri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann skorar alltaf mörk syngja stuðningsmenn Þórs. Hann skoraði sigurmarkið í kvöld
Jóhann skorar alltaf mörk syngja stuðningsmenn Þórs. Hann skoraði sigurmarkið í kvöld vísir/daníel

Selfyssingar náðu ekki að laga stöðu sína í fallbaráttunni í Inkasso deild karla í kvöld. Liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri.

Þór á ennþá tölfræðilegan möguleika á því að taka annað sætið af HK eftir 2-1 sigur á Sunnlendingum. Þórsarar fara upp fyrir Þrótt í fjórða sætið með 37 stig. Þeir eru þá fimm stigum á eftir HK þegar Þór á eftir tvo leiki en HK mætir Fram í kvöld. Ef HK vinnur þann leik er vonin, sem var orðin dauf, úti fyrir Þórsara.

Fyrsta mark leiksins á Akureyri í kvöld var heimamanna. Alvaro Montejo lagði boltann fyrir Nacho Gil með brjóstkassanum og landi hans kláraði vel í marknetið.

Selfyssingar svöruðu strax þremur mínútum seinna. Hrovje Tokic og Kenan Turudija léku varnarmenn Þórsara grátt og sá fyrrnefndi jafnaði metin á 38. mínútu.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins, Jóhann Helgi Hannesson skoraði það eftir sendingu frá Montejo inn á teiginn.

Selfoss situr eftir í fallsæti og Magni getur sent Selfyssinga í botnsætið með sigri á Njarðvík á morgun.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.