Íslenski boltinn

Eyjakonur sóttu þrjú stig í Grindavík

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Eyjakonur gátu fagnað í dag
Eyjakonur gátu fagnað í dag Vísir/Hanna
Þremur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna. Breiðablik er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn, ÍBV vann Grindavík suður með sjó og Selfoss og HK/Víkingur skildu jöfn.



Eyjakonur gerðu góða ferð til Grindavíkur þar sem þær náðu í stigin þrjú eftir 2-1 sigur.



Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom ÍBV yfir strax á fjórðu mínútu leiksins en Rio Hardy jafnaði tíu mínútum síðar úr vítaspyrnu.



Eftir 33. mínútna leik kom Rut Kristjánsdóttir ÍBV aftur yfir og reyndist það vera sigurmarkið.



ÍBV siglir lygnan sjó um miðja deild, en liðið situr í 5. sæti með 22 stig. Grindavík eru hins vegar í veseni en þær sitja í fallsæti, þremur stigum frá KR sem er í 8. sæti. Liðin mætast einmitt í næstu umferð í gríðarlega mikilvægum leik.



Á Selfossi skildu heimakonur og HK/Víkingur jöfn. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfossi yfir á 32. mínútu og var það staðan í hálfleik.



Eftir tæplega klukkutíma leik jafnaði Kader Hancar metinn fyrir HK/Víking. Ekki voru fleiri mörk skoruð.



Stigið gildir þó mikið fyrir bæði lið þar sem með jafnteflinu eru bæði lið formlega örugg með sæti sitt í Pepsi-deildinni að ári. Liðin eru í 6. og 7. sæti með 17 stig.

 

Að lokum vann Breiðablik Íslandsmeistara Þór/KA í algjörum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik vann 3-0. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Blika áður en Agla María Albertsdóttir innsiglaði öruggan sigur heimakvenna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×