Fótbolti

Hamren bað þjóðina afsökunar eftir leik

Anton Ingi Leifsson skrifar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Ég bið stuðningsmenn Íslands afsökunar. Þetta voru vandræðaleg úrslit,” sagði Hamren í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok.

„Í fyrri hálfleik gekk þetta ágætlega að halda liðinu saman. Þeir fengu einn góðan möguleika sem Hannes varði. Við leyfðum þeim að spila út fyrir okkur. Ég var ekki ánægður hversu seinir við vorum í síðari boltann og ákefðin var ekki nægilega mikil á síðasta þriðjungi.”

„Fyrsta markið var þannig og í öðru markinu er það þar sem við erum einfaldlega ekki klárir. Þeir skora svo 3-0 úr aukaspyrnunni og þá töpuðum við öllu.”

„Við héldum ekki skipulagi, misstum trúna og það er á ábyrgð minni sem þjálfari. Það er mitt starf sem þjálfari að láta þá hafa trú á verkefninu og hvað við erum að gera.”

„Það voru margir hlutir sem fóru einnig úrskeiðis í fyrri hálfleiknum. Grunnatriðin í fótbolta eru að vinna návígin, bæði varnar- og sóknarlega. Síðan getum við farið að tala um taktík."

„Eftir að þeir komust í 3-0 þá töpuðum við öllu og það er á minni ábyrgð,” en hvað sagði hann við leikmennina í leikslok?

„Ég tala yfirleitt ekki við leikmennina eftir leik, því allir eru með tilfinningar svona strax eftir leik, en í dag varð ég að tala við þá. Ég sagði það sama við þá að þetta er á minni ábyrgð því þetta var ekki gott,” sagði Erik í leikslok.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.