Enski boltinn

Harry Maguire framlengir við Leicester

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Maguire ætlar ekkert að fara neitt frá Leicester
Maguire ætlar ekkert að fara neitt frá Leicester Vísir/Getty
Harry Maguire hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Leicester City en félagið tilkynnti það í dag.



Enski landsliðsmaðurinn var orðaður við Manchester United í sumar eftir frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.



Maguire var í byrjunarliði Englands í gær er Englendingar töpuðu gegn Spánverjum í Þjóðadeildinni, 2-1.



Maguire gekk til liðs við Leicester sumarið 2017 frá Hull og sló hann í gegn á fyrsta tímabili.



"Allt frá því að ég kom til félagsins, hef ég alltaf haldið því fram hversu góðir þeir eru við mig," sagði Maguire.



"Þeir gáfu mér tækifæri á að spila í úrvalsdeildinni og gefa mér stökkpall til þess að fara á heimsmeistaramótið, svo ég á þeim mikið að þakka."



Samningurinn gildir til júní 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×