Erlent

Boris Johnson hafi gengið of langt með sprengjuvestis-ummælum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Boris Johnson kemst í klípu vegna orðavals.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Boris Johnson kemst í klípu vegna orðavals. Vísir/getty
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefði sett stjórnarskrána í sprengjubelti með Brexit-áætlun sinni. Johnson greip til þessa litríka myndmáls í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Mail on Sunday. Íhaldsmenn eru síður en svo hrifnir af orðavali Johnsons og segja hann hafa gengið fram af bresku þjóðinni.

Ráðherra í ríkisstjórn May sagði pistil Johnsons marka viðbjóðslegt augnablik í stjórnmálasögunni. Honum hefur verið sagt að þroskast og þá hafa aðrir farið fram á hófstilltara orðaval af hálfu Johnsons. Sky News greinir frá þessu.

Bretland fer úr Evrópusambandinu 29. mars árið 2019 en Brexit-áætlun forsætisráðherrans hafa valdið miklu fjaðrafoki. Johnson sagði af sér sem utanríkisráðherra landsins 9. júlí síðastliðinn.

Johnson sagði í pistli sínum að Evrópusambandið væri með yfirgang gagnvart Bretlandi. Hann undraðist aum viðbrögð landa sinna við þróun mála í viðræðum um útgöngu. Hann sagði Evrópusambandið hafa fengið allt sem það hefur viljað hingað til út úr viðræðunum. „Þetta er niðurlæging“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×