Golf

Ólafía Þórunn endaði í 11. sæti í Frakklandi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ólafía missti dampinn örlítið í lokin en það skilaði henni engu að síður 11. sætinu
Ólafía missti dampinn örlítið í lokin en það skilaði henni engu að síður 11. sætinu Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik í dag á Lacoste Ladies Open de France mótinu en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni en hún endaði í 11. sæti.



Ólafía lék á einu höggi undir pari í dag og samtals lék hún á sjö höggum undir pari.



Hún var fimm höggum á eftir Caroline Hedwall sem sigraði mótið eftir stórkostlegan lokahring, en sú sænska lék á 9 höggum undir pari í dag.



Ólafía spilaði flott golf framan af í dag og eftir fyrri níu holurnar var hún á tveimur höggum undir pari. Hún fékk fugla á 2. og 9. holu vallarins.



Á 11. holu nældi Ólafía sér í annan fugl en fyrsti skolli dagsins kom svo á næstu holu. Hún bætti hins vegar fyrir það og fékk fugl á 14. holu.



Þegar fjórar holur voru eftir var Ólafía í toppbaráttu en þá var hún í fjórða sæti. En þá komu tveir skollar í röð, á 15. og 16. holu og féll hún niður í 11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×