Erlent

Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana

Sylvía Hall skrifar
Nýja stöðin þykir vel heppnuð.
Nýja stöðin þykir vel heppnuð. Wikipedia
Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær. Lestarstöðin, sem var staðsett nærri Tvíburaturnunum, eyðilagðist í árásunum fyrir sautján árum síðan. 

Eftir miklar framkvæmdir síðustu ár opnaði stöðin í gær og var fékk hún nýtt nafn í tilefni þess, en hún mun bera nafnið WTC Cortlandt stationWTC í nafni stöðvarinnar vísar til World Trade Center, eða Tvíburaturnanna, en stöðin grófst undir braki frá turnunum eftir árásirnar þann 11. september árið 2001.

Framkvæmdirnar munu hafa kostað rúmlega 180 milljónir Bandaríkjadollara, en smíða þurfti nýtt þak sem og leggja nýja teina á 365 metra langan hluta. Þá mætir hún öllum kröfum nútímamannsins með glænýtt loftræstikerfi og þráðlaust internet.

Nýir veggir stöðvarinnar eru skreyttir með hvítum mosaík marmaraflísum og er sjálfstæðisyfirlýsingin Bandaríkjanna rituð á flísarnar, sem og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.

Sjá frétt BBC um málið.

Stöðin eyðilagðist í árásunum þann 9. september 2001.Wikipedia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×