Sport

Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Serena rífst við dómarann í gærkvöldi
Serena rífst við dómarann í gærkvöldi Vísir/Getty
Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis.

Williams tapaði fyrir Naomi Osaka í úrslitunum í viðureign þar sem rifrildi Willams við dómarann Carlos Ramos stal sviðsljósinu.

Williams fékk sekt fyrir hvert af þeim þremur brotum sem dómarinn refsaði henni fyrir og samtals eru þær 17 þúsund dollarar. Peningurinn verður dreginn frá verðlaunafénu sem hún fékk fyrir að lenda í öðru sæti í mótinu. Verðlaunaféð var yfir 1,8 milljón dollara.

Eftir að dómarinn hafði refsað Williams í tvígang, seinna skiptið kostaði Williams stig, kallaði margfaldi meistarinn dómarann þjóf. Á blaðamannafundi eftir viðureignina sagði hún hann svo vera karlrembu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×