Erlent

Búið að telja 85 prósent atkvæða í Svíþjóð

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá kosningavöku Svíþjóðardemókrata.
Frá kosningavöku Svíþjóðardemókrata. Vísir/EPA
Jafnaðarmenn eru með 28,1 prósent atkvæða þegar búið er að telja þrjá fjórðu atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð.

Modertana er með 19,6 prósent, Svíþjóðardemókratar 17,7 prósent, Vinstri 8,1 prósent, Miðflokkurinn 8,7 prósent, Kristilegir demókratar 6,4 prósent, Frjálslyndir 6,4 prósent og Græningjar 4,4 prósent.

Minnihlutastjórn jafnaðarmanna og Græningja hefur stýrt ríkisstjórn Svíþjóðar síðastliðið kjörtímabil.

Svíþjóðardemókratar hafa bætt við sig 4,7 prósenta fylgi samkvæmt þessara talningu en flokkur Jafnaðarmanna hefur tapað 2,8 prósentum og Moderaterna 3,5 prósentum.

Miðjuflokkurinn hefur bætt við sig 2,4 prósentum sem og Vinstri. Kristilegir demókratar bæta sömuleiðis við fylgi sitt en Græningjar hafa tapað 2,4 prósenta fylgi og rétt yfir þeim þröskuldi sem þarf til að ná inn þingfulltrúa, sem er fjögurra prósenta fylgi.

Uppfært klukkan 21:10: 

Búið er að telja 85 prósent atkvæða í kosningum til þings í Svíþjóð. Eru Jafnaðarmenn þar með 28,2 prósent, Moderates með 19,7 prósent, Svíþjóðardemókratar með 17,7 prósent, Miðflokkurinn 8,6 prósent, Vinstri 8 prósent, Kristilegir demókratar 6,4 prósent, Frjálslyndir 5,5 prósent, og Græningjar 4,4 prósent.


Tengdar fréttir

Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu

Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×