Golf

Rigning setti strik í reikninginn á BMW mótinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jordan Spieth vann úrslitakeppnina 2015. Hann kemst ekki inn á síðasta mótið ef allt fer á versta veg og hætta þarf við síðasta hringinn
Jordan Spieth vann úrslitakeppnina 2015. Hann kemst ekki inn á síðasta mótið ef allt fer á versta veg og hætta þarf við síðasta hringinn Vísir/Getty
Ekki var spilað í dag á BMW mótinu, næst síðasta móti FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni, vegna veðurs. Lokahringurinn verður leikinn á morgun.

Mótið hefur gífurlegt vægi, að því loknu er aðeins eitt mót eftir á mótaröðinni og aðeins 30 stigahæstu kyflingarnir á FedEx stigalistanum fá þáttökurétt á því móti. Þess vegna eru forráðamenn mótsins staðráðnir í því að spila 72 holur, þó fresta þurfi mótinu alveg fram á þriðjudag.

Miklar rigningar voru í Pennsylvanía-fylki þar sem mótið fer fram og því var ákveðið að hefja ekki keppni á lokahringnum í dag.

Englendingurinn Justin Rose er í forystu í mótinu eftir þrjá hringi á sautján höggum undir pari. Rory McIlroy og Xander Schauffele eru einu höggi á eftir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×