Fótbolti

Cristiano Ronaldo mætir á Old Trafford með Juve: Svona eru riðlarnir í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty
Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham.

Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid.

Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys.

Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad.

Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi.

Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu.

Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.

Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:

A-riðill

Atlético Madrid

Borussia Dortmund

Monakó

Club Brugge

B-riðill

Barcelona

Tottenham Hotspur

PSV Eindhoven

Internazionale

C-riðill

Paris Saint-Germain

Napoli

Liverpool

Crvena Zvezda Belgrad

D-riðill

Lokomotiv Moskva

Porto

Schalke 04

Galatasaray

E-riðill

Bayern München

Benfica

Ajax

AEK Aþena

F-riðill

Manchester City

Shakhtar Donetsk

Lyon

1899 Hoffenheim

G-riðill

Real Madrid

Roma

CSKA Moskva

Viktoria Plzen

H-riðill

Juventus

Manchester United

Valencia

Young Boys



Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×