Fótbolti

Rússarnir náðu ekki að brjóta niður níu manna múr Rangers sem er komið í riðlakeppnina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Riðlakeppnin er þarna.
Riðlakeppnin er þarna. vísir/getty
Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers verða í hattinum á morgun er dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Rangers vann 1-0 sigur á rússneska liðinu á heimavelli og komst í góða stöðu á útivelli er Ovie Ejaria kom þeim yfir á níundu mínútu.

Rangers því komið í 2-0 og heimamenn þurftu þrjú mörk. Heimamenn jöfnuðu á 32. mínútu og staðan var jöfn, 1-1.

Mínútu eftir mark Rangers fékk Alfredo Morelos sitt annað gula spjald á sömu mínútunni og Rangers því einum manni færri síðustu 50 mínútur leiksins.

Ekki skánaði ástandið er Jon Flanagan fékk beint rautt spjald á 66. mínútu og leikmenn Rangers því níu síðustu tuttugu mínúturnar.

Lokatölurnar urðu þó 1-1 og Rangers verður í hattinum er dregið verður í riðlakeppnina á morgun.

Næsta verkefni Rangers er ærið en þeir mæta Celtic í stórleik skoska boltans á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×