Fótbolti

Modric hafði betur gegn Ronaldo og Salah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Modric tekur við verðlaununum í dag.
Modric tekur við verðlaununum í dag. vísir/getty
Luka Modric var kosinn besti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð en blaðamenn og þjálfarar í Meistara- og Evrópudeildinni kusu.

Í kosningunni hafði því Modric betur gegn samherja sínum á síðustu leiktíð, Cristiano Ronaldo og Liverpool-manninum magnaða, Mohamed Salah.

Modric er sá fyrsti frá Króatíu sem hlýtur þessi verðlaun en hann var hluti af liði Real sem vann Meistaradeildina þriðja árið í röð.

Þetta voru ekki einu verðlaunin sem fóru til Madrídar því þeir áttu einnig besta markvörðinn, varnarmanninn, miðjumanninn og framherja.

Keylor Navas var valinn besti markvörðurinn, Sergio Ramos besti varnarmaðurinn, Modric besti miðjumaðurinn og Cristiano Ronaldo besti sóknarmaðurinn. 

Í kvennaflokki var Pernille Harden, samherji Söru Bjarkar hjá Wolfsburg, valin best. Ada Hegerberg frá Lyon varð í öðru og Amandine Henry í því þriðja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×