Innlent

Björn formaður EES-starfshóps

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Björn Bjarnason hefur fylgst náið með vestrænni samvinnu um áratugaskeið.
Björn Bjarnason hefur fylgst náið með vestrænni samvinnu um áratugaskeið. Vísir/GVA
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að vinna skýrslu um aðild Íslands að EES-samningnum. Segir í tilkynningu að tímabært sé að gera ítarlega úttekt á þessu.

Liðin séu 25 ár frá gildistöku EES-samningsins og fram undan séu þáttaskil í Evrópusamrunanum vegna Brexit.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, verður formaður starfshópsins. Auk hans sitja í hópnum Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og Bergþóra Heimisdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.

Með skýrslunni á að koma til móts við samþykkt á Alþingi fyrr á árinu um að kostir og gallar aðildar Íslands að EES-samningnum yrðu skoðaðir. Starfshópurinn fær tólf mánuði til verksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×