Erlent

Viss um sakleysi Depardieu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gérard Depardieu.
Gérard Depardieu.

Leikarinn Gérard Depardieu er sakaður um nauðgun og kynferðisofbeldi. Franskir miðlar greina frá þessu. Ung leikkona segist fórnarlamb leikarans. Lögmaður Depardieus sagði við fréttastofu AFP að hann neitaði alfarið sök.

„Ég átti langan fund með Gérard Depardieu og er algjörlega viss um að sakleysi hans verður sannað,“ sagði lögmaðurinn svo við France Info.

Leikkonan kærði Depardieu til lögreglu á mánudaginn en Depardieu er einn af þekktustu leikurum Frakklands. Hefur hann leikið í myndum á borð við Cyrano de Bergerac og Jean de Florette.

Glæpurinn sem Depardieu er sakaður um á að hafa átt sér stað fyrr í mánuðinum á einu heimila hans í París. Umboðsmaður leikkonunnar sagði meinta árás hafa haft afar slæm áhrif á hana.


Tengdar fréttir

Gérard Depardieu sakaður um nauðgun

22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×