Fótbolti

Nú er komið að Arsenal og Chelsea: Dregið í Evrópudeildinni í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emirates hýsir Evrópudeildarleiki í vetur.
Emirates hýsir Evrópudeildarleiki í vetur. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Chelsea og Arsenal voru óvenju rólegir í gær þegar dregið var í Meistaradeildinni í gær. Í dag er líklegra að hjartsláttur þeirra slái aðeins örar.

Chelsea og Arsenal eru nefnilega í pottinum í dag þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinar.

Drátturinn í Evrópudeildina hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi.





Chelsea og Arsenal komust bæði í riðlakeppnina án þess að þurfa að fara í gegnm undankeppnina og eru líka þau tvö lið sem eru númer tvö og þrjú á styrkleikalistanum.

Þriðja enska liðið í keppninni, Burnley, datt út í gær á móti gríska félaginu Olympiakos en Burnley lék þar án íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar.

Alls eru 48 félög í pottinum í dag og þeim verður skiðt niður í tólf fjögurra liða riðla. Lið frá sama knattspyrnusambandi geta ekki lent samn í riðli en ensk og skosk lið geta samt endað saman í riðli.

Sautján félög kom nú inn í keppnina, 21 lið komst í gegnum forkeppni Evrópudeildarinnar og þá verða í pottinum tíu lið sem duttu út í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Stærstu nöfnin í drættinum í dag fyrir utan Arsenal og Chelsea eru lið eins og Sevilla, AC Milan, Lazio, Marseille, Besiktas, Sporting Lissabon, Zenit St Petersburg og RB Leipzig.

Sex Íslendingalið eru eftir í keppninni. Það eru Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í FC Zürich, Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö, Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag, Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar og Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg.

Norska félagið Sarpsborg 08 er með í riðlakeppninni í fyrsta sinn og þangað komst líka lið F91 Dudelange frá Lúxemborg. Orri Sigurður Ómarsson er í herbúðum Sarpsborg 08

Riðlakeppnin hefst 20. september næskomandi og úrslitaleikurinn fer síðan fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú 29. maí 2019.

Styrkleikalistarnir eru hér fyrir neðan en eitt lið úr hverjum fer í hvern riðil.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×