Fótbolti

Hörður Björgvin býður Arnór velkominn með Víkingaklappi en ruglast alveg á nafninu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon tekur hér Víkingaklappið.
Hörður Björgvin Magnússon tekur hér Víkingaklappið. Mynd/Twitter/@pfc_cska
Rússneska Meistaradeildarliðið CSKA Moskva keypti í dag íslenska unglingalandsliðsmanninn Arnór Sigurðsson frá sænska liðinu Norrköping.

Arnór verður ekki eini Íslendingurinn hjá félaginu því þar tekur á móti honum landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon.

Hörður Björgvin Magnússon bauð Arnór velkominn með Víkingaklappi á Twitter-síðu CSKA Moskvu í dag eins og sjá má hér fyrir neðan (Færslunni hefur verið eytt).





„Aron, velkominn til okkar,“ segir Hörður Björgvin og bendir á CSKA-merkið. Hörður virðist þar aðeins ruglast á nafni landa síns enda heitir strákurinn Arnór en ekki Aron.

Hörður Björgvin áttaði sig á mistökunum og reyndi aftur eins og sjá má hér fyrir neðan. Taka tvö eins og hann orðaði það sjálfur.





Arnór Sigurðsson skrifaði undir fimm ára samning við CSKA Moskvu en Hörður Björgvin skrifaði sjálfur undir fjögurra ára samaning í júlí síðastliðnum.

Hörður Björgvin er 25 ára gamall og búinn að vinna sér fast sæti í íslenska landsliðinu en Arnór hélt upp á 19 ára afmælið sitt í maí.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×