Chelsea upp að hlið Liverpool á toppi deildarinnar með fullt hús stiga

Hazard fagnar marki sínu í dag
Hazard fagnar marki sínu í dag Vísir/Getty
Chelsea er að byrja feiknarvel í ensku úrvalsdeildinni en þeir eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir eftir sigur á Bournemouth í dag, 2-0.



Þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum í dag, kom ekki fyrsta markið fyrr en á 72. mínútu.



Það skoraði Pedro eftir gott samspil við Olivier Giroud.



Eden Hazard tvöfaldaði svo forystu bikarmeistaranna og gerði út um leikinn á 85. mínútu.



Maurizio Zarri er því að byrja virkilega vel með Chelsea en hann tók við félaginu í sumar. Hann hefur unnið fyrstu fjóra leikina í deildinni.



Með sigrinum komst Chelsea á toppinn við hlið Liveprool en bæði lið eru með 12 stig.



Þetta var fyrsta tap Bournemouth í vetur en þeir eru með 7 stig í 6. sæti deildarinnar.

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira