Íslenski boltinn

Sterkur sigur Hauka í Laugardalnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukarnir eru að fjarlægjast falldrauginn.
Haukarnir eru að fjarlægjast falldrauginn. vísir/vilhelm
Haukar eru komnir í áttunda sætið í Inkasso-deild karla eftir 2-1 sigur á Þrótti. Þrótti mistókst að koma sér nær toppliðunum.

Staðan var markalaus í hálfleik og allt þangað til á 68. mínútu er Arnar Aðalgeirsson kom Haukunum yfir eftir dapran varnarleik heimamanna.

Aftur var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska er Haukarnir komust í 2-0. Þá skoraði Elton Barros eftir laglega sendingu inn fyrir vörnina frá Þórði Jóhannessyni.

Haukarnir komnir í góða stöðu en Viktor Jónsson heldur áfram að skora og minnkaði muninn fyrir Þrótt níu mínútum fyrir leikslok.

Nær komust Þróttarar ekki og eru því að missa af lestinni um sæti í Pepsi-deildinni. Þeir eru nú fimm stigum á eftir ÍA og sjö stigum á eftir HK en ÍA á leik til góða.

Haukarnir eru í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, afar mikilvægur sigur Hauka. Selfoss er í fallsæti með 15 stig og því Haukarnir komnir í ágæta stöðu er þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×