Enski boltinn

Upphitun: Gylfi, Everton og Chelsea í eldlínunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu með hörkuleik Leicester og Liverpool en alls eru sjö leikir á dagskrá í dag.

Hádegisleikurinn verður flautaður á klukkan 11.30 en Liverpool er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína á meðan Leicester er búið að vinna tvo af þremur.

Klukkan tvö verður svo flautað til leiks í fimm leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fá lánlaust lið Huddersfield í heimsókn á Goodison Park.

Chelsea, sem hefur byrjað afar vel undir stjórn Mauricio Sarri, fær Bournemouth í heimsókn en Bournemouth er með sjö stig af níu mögulegum.

Síðasti leikurinn dagsins fer svo fram á Etihad en Newcastle sækir Englandsmeistaranna heim. Newcastle er með eitt stig eftir leikina þrjá en City er með sjö stig.

Hér að ofan má sjá upphitun fyrir leiki í fjórðu umferðinni.

Leikir dagsins:

11.30 Leicester - Liverpool (Í beinni á Stöð 2 Sport)

14.00 Brighton - Fulham

14.00 Chelsea - Bournemouth

14.00 Crystal Palace - Southampton

14.00 Everton - Huddersfield

14.00 West Ham - Wolves

16.30 Man. City - Newcastle (Í beinni á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×