Lífið

Bon Iver ósáttur með samstarfið við Eminem: "Við ætlum að drepa þetta lag“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bon Iver og Eminem.
Bon Iver og Eminem. Vísir/Getty

Tónlistarmaðurinn Justin Vernon, betur þekktur sem Bon Iver, virðist ekki vera sáttur við samstarfið við Eminem á nýjustu plötu rapparans sem kom út á dögunum.

Vernon syngur bakraddir í laginu Fall sem finna má á glænýrri plötu Emimem, Kamikaze, sem kom nokkuð óvænt út fyrr í dag.

Tísti Vernon um lagið og segir hann þar að hann hafi ekki verið með Eminem í hljóðveri við upptökur á laginu, en að bakraddir Vernon í laginu hafi orðið til við upptökur með Mike Will, einum af framleiðendum plötu Eminem.

„Ekki aðdáandi skilaboðanna, þau eru þreytt. Bað þá um að breyta laginu en þeir vildu það ekki,“ skrifaði Vernon á Twitter.

Bætti hann við síðar að Eminem væri einn af bestu röppurum allra tíma en að Vernon hefði kosið að Eminem og framleiðendur plötunnar hefði hlustað á sig þegar hann bað þá um að breyta laginu.

Eitthvað virðist afstaða Iver þó hafa harnað eftir að liðið hefur á daginn en í síðasta tísti hans um málið skrifaði hann „Þetta var vitlaust hjá mér og við ætlum að drepa þetta lag.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.