Innlent

Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju

Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Nokkrir bílanna eru gjörónýtir.
Nokkrir bílanna eru gjörónýtir. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson

Tilkynnt var um eld við bíl við bílaumboðið Öskju rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Kveikt var í bílunum, að því er fram kemur í frétt Mbl sem greindi fyrst frá.

Tvær stöðvar sinntu útkallinu en þegar slökkvilið var á leið á staðinn fengu viðbragðsaðilar tilkynningu um að eldur væri kominn upp í að minnsta kosti tveimur bílum. Þannig varð ljóst að verkefnið gæti orðið erfitt viðureignar, að sögn Sigurbjörns Guðmundssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir slökkvistarf hafa gengið ágætlega þó að langt hafi verið í brunahana. Því var notast við tankbíl. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins rétt fyrir klukkan sex og er málið nú komið inn á borð lögreglu.

Talið er að um íkveikju sé að ræða. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.