Enski boltinn

Sjáðu stoðsendingu Jóhanns, markasúpu City og skell United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp í tapleik.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp í tapleik. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, lagði upp mark Burnley í 3-1 tapleik gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær en Jóhann og félagar komust yfir í leiknum áður en að allt hrundi á heimavelli gegn þeim gulu sem hafa farið vel af stað.

Manchester City sýndi að liðið er meira en líklegt til að verja Englandsmeistaratitil sinn en það valtaði yfir Huddersfield á heimavelli,  6-1. City-menn unnu Arsenal í fyrstu umferðinni og tóku svo lærisveinar Davids Wagners í bakaríið í gær. Gestirnir sáu aldrei til sólar.

Úrslitin sem mest hefur verið fjallað um er tap Manchester United á móti Brighton á útivelli en þar fékk United tvö mörk á sig í fyrri hálfleik eftir ansi dapran varnarleik. Liðið lenti svo 3-1 undir áður en Paul Pogba skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins í enska boltanum.

Burnley - Watford 1-3
Brighton - Man. Utd 3-2
Man. City - Huddersfield 6-1

Tengdar fréttir

Mikið mun mæða á Mourinho næstu daga

Öllu léttara verður yfir í bláa enda Manchester-borgar, en Man­chester City rótburstaði Huddersfield Town, en þar lék Sergio Agüero og skoraði þrjú marka liðsins í 6-1-sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×