Enski boltinn

Man. United stelpurnar stóðu sig miklu betur en strákarnir í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amy Turner hjá Manchester United tæklar hér Courtney Sweetman-Kirk, leikmann Liverpool, í gær.
Amy Turner hjá Manchester United tæklar hér Courtney Sweetman-Kirk, leikmann Liverpool, í gær. Vísir/Getty
Manchester United olli stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum í gær, það er karlaliðið. Stelpurnar björguðu hins vegar deginum með því að vinna erkifjenduna í Liverpool.

Karlalið Manchester United fékk á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik og tapaði 3-2 á móti Brighton í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið var gagnrýnt fyrir frammistöðuna og fyrirliðinn Paul Pogba talaði um það að það vantaði hungur í liðið.







Kvennalið Manchester United var aftur á móti hungrað í sigur í sínum fyrsta leik í þrettán ár. Manchester United lagði niður kvennaliðið sitt í febrúar 2005 en endurvakti það í sumar.

Fyrsti leikurinn var á móti Liverpool í enska bikarnum. Liverpool er í úrvalsdeildinni en United byrjar endurkomu sína í b-deildinni. Manchester United lét það ekki stoppa sig og vann 1-0 sigur á Liverpool.







Skoska landsliðskonan Lizzie Arnot var rétt maður á réttum stað átta mínútum fyrir leikslok og tryggði Manchester United 1-0 sigur. Þetta sögulega mark má sjá hér fyrir neðan.





Casey Stoney fékk það verkefni að stýra þessu nýja liði Manchester United en fékk ekki langan tíma til að undirbúa tímabilið. Stoney setti skóna upp á hillu í febrúar en hún er aðeins 35 ára gömul.

Stoney var áður hjá Liverpool og fékk fullt af leikmönnum þaðan. Það var því ekki leiðinlegt fyrir hana né umrædda leikmenn að slá Liverpool út úr bikarkeppninni í fyrsta leik.





That’s what it meant #MUWomenpic.twitter.com/UJCvrfhaNl








Fleiri fréttir

Sjá meira


×