Lífið

Fagur gítarleikur og söngur kveikti neista í 26 vetra geldum Kolfinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frétt Stöðvar 2 frá því í kvöldfréttum í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli en þar heimsótti Magnús Hlynur Hreiðarsson tólf ára tónlistarmann í Biskupstungum.

Daníel Aron Bjarndal Ívarsson hefur slegið í gegn sem söngvari og Ukulele leikar í sveitinni og ætlar hann sér einn daginn að stjórna brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Daníel er búsettur á bænum Miklaholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð og segist elska að búa í sveit í samtali við Magnús Hlyn.

Í viðtalinu var ákveðin að Aron færi á hestbak og tæki eitt lag fyrir fréttamann á baki en þá varð óvænt uppákoma sem enginn átti von á, gamlir taktar tóku sig upp hjá hestinum Kolfinni, 26 vetra,  þar sem hann sá merina Tign standa fyrir framan sig. 

Kolfinnur skutlaði Aroni af baki og fór sjálfur upp á Tign, og það af mikilli ákefð eins og sjá má hér að ofan. Hér að neðan má síðan sjá fréttina af Stöð 2 frá því í gær. 


Tengdar fréttir

Tólf ára strákur stefnir á að stjórna Brekkusöngnum

Tólf ára drengur í Biskupstungum, Daníel Aron Bjarndal Ívarsson tónlistarmaður hefur slegið í gegn sem söngvari og Ukulele leikari. Hann er harðákveðin í því að stjórna brekkusöng í Vestmannaeyjum þegar hann verður eldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×