Lífið

Fallegt sveitabrúðkaup Margrétar og Teits í Skagafirði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Margrét var aðstoðarmaður utanríkisráðherra á sama tíma og Teitur var aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
Margrét var aðstoðarmaður utanríkisráðherra á sama tíma og Teitur var aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Samsett mynd/Aðsent/Fréttablaðið Ernir
Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands Kúabænda og Teitur Björn Einarsson lögfræðingur gengu í það heilaga um helgina. Brúðkaup Margrétar og Teits var á æskuslóðum brúðarinnar við Glaumbæ í Skagafirði um helgina í ótrúlega fallegu veðri og fór athöfnin fram utandyra. Veislan var svo haldin í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð.

Margrét er fyrrum aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar og Teitur er fyrrum þingmaður úr Sjálfstæðisflokknum og var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Dagsetningin 18.08.18 virðist hafa verið vinsælt val í ár og var einstaklega mikið um brúðkaup hér á landi á laugardaginn.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem gestir deildu á samfélagsmiðlum á laugardag. Flestir notuðu merkinguna #glaumbakki á Instagram, en Margrét er uppalin á Glaumbæ en heimaslóðir Teits eru á Sólbakka á Flateyri.



 
Yndislegt sveitabrúðkaup #glaumbakki

A post shared by Thorsteinn Fridriksson (@thorsteinnf) on Aug 18, 2018 at 11:36am PDT

 
The newly weds #glaumbakki

A post shared by Jóhann Wium (@joiwium) on Aug 18, 2018 at 9:35am PDT

 
A post shared by Hera (@heragisladottir) on Aug 19, 2018 at 7:16am PDT

 
Með mínum heittelskaða Atla Má #glaumbakki

A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) on Aug 18, 2018 at 2:17pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×